Norður
♠ –
♥ ÁD9652
♦ D
♣ 1096432
Vestur
♠ G52
♥ 84
♦ G1042
♣ KDG8
Austur
♠ K9643
♥ D
♦ ÁK987
♣ 75
Suður
♠ ÁD1087
♥ K1073
♦ 653
♣ Á
Norður spilar 5♥ redobluð.
Margir nota stökk á fjórða sagnstig eftir hindrun andstæðings til að sýna sterka tvílita hönd. En stundum freistast spilarar til að nota sagnvenjuna án þess að eiga fyrir henni og þá er voðinn vís.
Í ítölsku deildakeppninni um síðustu helgi opnaði norður við eitt borðið á veikum 2♥. Austur átti lítil spil en rétta skiptingu, 5-lit í spaða og 5-lit í tígli og stökk í 4♦ til að sýna það. Suður sagði 4♥ og vestur 4♠ sem hefðu farið illa en norður notaði tækifærið og sýndi hliðarlitinn sinn með 5♣. Suður breytti í 5♥ og nú doblaði vestur. Suður redoblaði þegar að honum kom og sagnhafi tók léttilega 12 slagi og fékk 1.200 fyrir.
Við hitt borðið passaði norður í byrjun, austur opnaði á 1♠ sem var passaður til norðurs. Nú greip hann til sömu sagnvenju og við hitt borðið, stökk í 4-lauf til að sýna hjarta og lauf. Suður breytti í 4♥ og fékk 12 slagi.