Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, var í gær valinn besti leikmaðurinn í mars í dönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann leikið afar vel með liði Skanderborg sem er í þriðja sæti þegar tveimur umferðum er ólokið og er á leið í úrslitakeppnina um danska meistaratitilinn
Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, var í gær valinn besti leikmaðurinn í mars í dönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann leikið afar vel með liði Skanderborg sem er í þriðja sæti þegar tveimur umferðum er ólokið og er á leið í úrslitakeppnina um danska meistaratitilinn. Liðið var ósigrað í mars og Kristján átti m.a. stórleik í sigri á Nordsjælland þar sem hann skoraði átta mörk og gaf átta stoðsendingar.