Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni ekki leyfa því að gerast að Grænland verði háð Kína. „Danmörk ætti að einbeita sér að þeirri staðreynd að Grænlendingar vilja ekki vera hluti af Danmörku,“ sagði Rubio við fréttamenn eftir að hann kom af fundi með utanríkisráðherrum NATO-ríkjanna í Brussel.
„Það sem við ætlum ekki að gera er að leyfa Kína að koma inn og bjóða þeim fullt af peningum, svo þeir verðir háðir Kína,“ sagði Rubio. Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti Grænlendinga vill sjálfstæði frá Danmörku, en þeir vilja þó ekki verða hluti af Bandaríkjunum. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst áhuga sínum á því að eignast Grænland. Hugnast það Dönum ekki.