Boðið verður upp á sálmaspuna á föstu í Dómkirkjunni laugardaginn 5. apríl kl. 17. Verða þá fluttir sálmar eftir Sigurð Flosason við texta eftir Aðalstein Ásberg og fleiri skáld. Yfirskrift tónleikanna er „Af jörðu, með vonarglóð í augum…

Boðið verður upp á sálmaspuna á föstu í Dómkirkjunni laugardaginn 5. apríl kl. 17. Verða þá fluttir sálmar eftir Sigurð Flosason við texta eftir Aðalstein Ásberg og fleiri skáld. Yfirskrift tónleikanna er „Af jörðu, með vonarglóð í augum – sálmaspuni á föstu“, með Dómkórnum og djasskvartetti Sigurðar Flosasonar. Stjórnandi kórsins er Lenka Mátéová. Sigurður hefur samið lög við sálmatexta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og komu sumir þeirra nýverið út undir með heitinu Sálmar á nýrri öld. Einnig verður flutt sálmasvíta eftir Sigurð sem nefnist Af jörðu en í henni kallast djasskvartett á við söng kórsins. Mun hann einnig taka þátt í flutningi kórsins á öðrum sálmum með spuna.