Þjóðarbókhlaðan Málþing fer fram í henni á 2. hæð í dag, 5. apríl.
Þjóðarbókhlaðan Málþing fer fram í henni á 2. hæð í dag, 5. apríl. — Morgunblaðið/Ómar
Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í dag, laugardag, með yfirskriftinni „Nýjar rannsóknir í þjóðfræði“ í Þjóðarbókhlöðunni, fyrirlestrasal á 2. hæð. Hefst það kl. 13.30. Flutt verða nokkur erindi, það fyrsta fjallar um birtingarmyndir…

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í dag, laugardag, með yfirskriftinni „Nýjar rannsóknir í þjóðfræði“ í Þjóðarbókhlöðunni, fyrirlestrasal á 2. hæð. Hefst það kl. 13.30.

Flutt verða nokkur erindi, það fyrsta fjallar um birtingarmyndir kvenna í íslenskum þjóðsögum, næsta um sagnaskemmtanir og félagslíf kvenna í torfbæjar­samfélaginu, það þriðja um listævintýri í evrópsku samhengi og á Íslandi og það fjórða um áhrif Guðbrands Vigfússonar á þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar.

Fundarstjóri verður Ása Ester Sigurðardóttir sagnfræðingur og tekur flutningur hvers erindis um 20 mínútur, að því er fram kemur í tilkynningu.