Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var í gær útnefndur besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og þá var landi hans frá Portúgal, Nuno Espírito Santo, valinn knattspyrnustjóri mánaðarins vegna frammistöðu Nottingham Forest

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var í gær útnefndur besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og þá var landi hans frá Portúgal, Nuno Espírito Santo, valinn knattspyrnustjóri mánaðarins vegna frammistöðu Nottingham Forest.

Bruno skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir United í mars. Þetta er í fimmta sinn sem hann er besti leikmaður mánaðar í deildinni.

Nuno var valinn í sjöunda skipti og í þriðja sinn á þessu tímabili en Forest er enn á sigurbraut eftir frábært gengi í vetur og á góða möguleika á að vinna sér sæti í Meistaradeildinni.