Kynvera Michelle Williams fer með aðalhlutverkið í nýjum bandarískum gamandramamyndaflokki, Dying for Sex, sem hóf göngu sína í Hulu-veitunni núna fyrir helgina. Hann fjallar um konu sem skilur við eiginmann sinn til 15 ára og hyggst uppgötva sig sem kynveru áður en það verður um seinan en hún er nýgreind með langt gengið brjóstakrabbamein. Byggt er á samnefndri hlaðvarpsseríu Nikkiar Boyer. Höfundar eru Elizabeth Meriweather og Kim Rosenstock en Shannon Murphy og Chris Teague leikstýra þáttunum sem eru átta talsins. Af öðrum leikendum má nefna Jenny Slate, Rob Delaney og Sissy Spacek sem er sjaldséð á skjánum í seinni tíð.