Miðbærinn Það er gott að setjast niður og njóta sólar á milli útréttinga.
Miðbærinn Það er gott að setjast niður og njóta sólar á milli útréttinga. — Morgunblaðið/Eggert
Hlýtt loft verður yfir land­inu næstu dag­ana og gæti hiti náð allt að 20 stig­um, að sögn veður­fræðings. „Það er hæð aust­ur af land­inu við Fær­eyj­ar sem er að fikra sig í átt­ina að Bret­lands­eyj­um og hún mun dæla til okk­ar sunna­nátt­um með …

Hlýtt loft verður yfir land­inu næstu dag­ana og gæti hiti náð allt að 20 stig­um, að sögn veður­fræðings.

„Það er hæð aust­ur af land­inu við Fær­eyj­ar sem er að fikra sig í átt­ina að Bret­lands­eyj­um og hún mun dæla til okk­ar sunna­nátt­um með hlýju lofti langt sunn­an úr höf­um,“ seg­ir Birg­ir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hann seg­ir að í dag og á morgun muni há­marks­hit­inn á Norður- og Aust­ur­landi fara yfir 15 stig og eins og spá­in líti út núna þá gæti hit­inn náð allt að 20 stig­um í upp­hafi næstu viku.

„Það er ekk­ert úti­lokað að hit­inn nái 20 stig­um fyr­ir norðan og aust­an en það þarf ým­is­legt að ganga upp til að svo verði. Eig­um við ekki að segja að miði sé mögu­leiki,“ seg­ir Birg­ir.

Hann seg­ir þó ólík­legt að hita­met í apríl verði sleg­in. Þá segir hann að líklega verði veðrabrigði eft­ir miðja næstu viku. gummih@mbl.is