Spretta Grasið er farið að grænka í Grindavík og þegar búið að slá.
Spretta Grasið er farið að grænka í Grindavík og þegar búið að slá. — Ljósmynd/UMFG
Grindvíkingar ætla að spila heimaleiki sína í 1. deild karla í knattspyrnu í ár á sínum heimavelli en þeir höfðu aðsetur í Safamýri í Reykjavík á síðasta ári vegna náttúruhamfaranna í nágrenni bæjarins

Grindvíkingar ætla að spila heimaleiki sína í 1. deild karla í knattspyrnu í ár á sínum heimavelli en þeir höfðu aðsetur í Safamýri í Reykjavík á síðasta ári vegna náttúruhamfaranna í nágrenni bæjarins. Í gær birti knattspyrnudeild Ungmennafélags Grindavíkur myndir á facebooksíðu sinni af vellinum eftir fyrsta slátt á tímabilinu en þar leikur liðið að óbreyttu sinn fyrsta heimaleik á árinu gegn Fjölni föstudagskvöldið 9. maí.