Michael Maze, fyrrverandi mótokrosskappi frá Kaliforníu, hefur verið í hjólastól frá árinu 2015 eftir alvarlegt slys. Á dögunum lét hann ekkert – ekki einu sinni lömun frá brjósthæð og niður – stöðva sig þegar kom að einu stærsta augnabliki lífs hans.
Hann undirbjó bónorðið af natni og bað gesti á veitingastaðnum La Piazza að festa augnablikið á filmu. Kærastan hans, Trinity Brooks, áttaði sig ekki strax á hvað væri í gangi þegar Michael byrjaði að koma sér varlega úr hjólastólnum og niður á gólf – en fljótlega rann upp fyrir henni hvað hann ætlaði sér. Myndbandið af bónorðinu fór sem eldur um sinu og hefur snert við milljónum. „Ég var svo hamingjusöm og auðvitað sagði ég strax já,“ sagði Trinity, sem lýsir Michael sem besta vini sínum og sterkustu stoð í lífinu. Sjáðu myndbandið í jákvæðum fréttum á K100.is