Kynslóðir 12 listamenn á öllum aldri sýna verk á Hlöðulofti Korpúlfsstaða.
Kynslóðir 12 listamenn á öllum aldri sýna verk á Hlöðulofti Korpúlfsstaða.
Sýning Félags íslenskra myndlistarmanna (FÍM), Hinn mildi vefur kynslóða, verður opnuð á Hlöðulofti Korpúlfsstaða í dag kl. 17. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé fyrsta stóra sýningarverkefni FÍM um nokkurt skeið og undirstriki hvernig félag eins …

Sýning Félags íslenskra myndlistarmanna (FÍM), Hinn mildi vefur kynslóða, verður opnuð á Hlöðulofti Korpúlfsstaða í dag kl. 17. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé fyrsta stóra sýningarverkefni FÍM um nokkurt skeið og undirstriki hvernig félag eins og FÍM hefur og getur áfram verið hvati fyrir aukin tengsl á milli kynslóða listamanna. „Sýningin hverfist um stefnumót og samtal sex eldri listamanna við jafnmarga af yngri kynslóðinni. Aldur listamannanna spannar breitt bil þar sem sá elsti er fæddur 1933 en sá yngsti 1996,“ segir í tilkynningu.

Sýnendur eru Brák Jónsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Fritz Hendrik IV, Habby Osk, Jóhanna Bogadóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Magnús Helgason, Örn Þorsteinsson, Valgerður Bergsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir en sýningin stendur til 27. apríl.