Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í 114. skipti í kvöld þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla á Kópavogsvellinum klukkan 19.15. Þar mætast m.a. bræðurnir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, og Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks
Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í 114. skipti í kvöld þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla á Kópavogsvellinum klukkan 19.15. Þar mætast m.a. bræðurnir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, og Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks. Þetta er fyrsti leikur Aftureldingar frá upphafi í efstu deild karla og því um sögulegan viðburð að ræða fyrir Mosfellinga.