Hlynur Pálmason
Hlynur Pálmason
Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, verður heimsfrumsýnd í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2025. Myndin verður sýnd í Cannes Premiere-flokki hátíðarinnar, fyrst íslenskra mynda eftir því sem fram kemur í tilkynningu

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, verður heimsfrumsýnd í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2025. Myndin verður sýnd í Cannes Premiere-flokki hátíðarinnar, fyrst íslenskra mynda eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Hátíðin fer fram dagana 13.–24. maí.

Þetta er í annað sinn sem verk eftir Hlyn er valið í aðaldagskrá hátíðarinnar í Cannes. Árið 2022 tók mynd hans Volaða land þátt í Un Certain Regard og vann síðar til fjölda verðlauna. Myndin var framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2024 og náði inn á stuttlista akademíunnar í flokki erlendra kvikmynda.

Ástin sem eftir er fangar ár í lífi fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga fyrstu skref í átt að skilnaði. Á fjórum árstíðum er fylgst með lífi fjölskyldumeðlima í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik.