Seltjarnarnes Bannið út í friðland Gróttu er auglýst með áberandi hætti.
Seltjarnarnes Bannið út í friðland Gróttu er auglýst með áberandi hætti. — Morgunblaðið/sisi
Hið árlega ferðabann um friðlandið við Gróttu á Seltjarnarnesi tók gildi 1. maí og stendur til 31. júlí. Á þessum tíma eru gangandi vegfarendur hvattir til að sýna tillitssemi, segir í tilkynningu á heimasíðu Seltjarnarness

Hið árlega ferðabann um friðlandið við Gróttu á Seltjarnarnesi tók gildi 1. maí og stendur til 31. júlí.

Á þessum tíma eru gangandi vegfarendur hvattir til að sýna tillitssemi, segir í tilkynningu á heimasíðu Seltjarnarness.

Óheimilt er að vera með hunda á vestursvæðunum og kattaeigendur eru hvattir til að hafa þá í bandi, nota trúðaól eða halda þeim innandyra fram yfir varptímann. Sjóiðkendum er jafnframt bent á að stunda sjóíþróttir norðan og sunnan Seltjarnarness í stað Seltjarnar.

Annars staðar á Seltjarnarnesi gildir hefðbundin regla, þ.e. lausaganga hunda er bönnuð.

Grótta var friðlýst árið 1974 og felst verndargildi friðlandsins í fjölskrúðugu fuglalífi árið um kring og mikilvægi þess sem varpsvæðis á sumrin. Þar ber helst að nefna hundruð kríupara sem verpa í og við eyjuna. Krían er alfriðuð og umferð því óheimil um svæðið á varptímanum.

Einnig finnast í eyjunni margar aðrar tegundir, svo sem æðarfugl, fýll, sendlingur og tjaldur. sisi@mbl.is