Tríó tónlistarkonunnar Önnu Kruse og leikkonan Stina Ekblad halda tónleika í Norræna húsinu á föstudagskvöld, 9. maí, kl. 20. Með tónleikunum heiðra þær finnska skáldið Edith Södergran, en um miðsumar 2023 voru 100 ár liðin frá því að Södergran kvaddi þennan heim, að því er segir í tilkynningu

Tríó tónlistarkonunnar Önnu Kruse og leikkonan Stina Ekblad halda tónleika í Norræna húsinu á föstudagskvöld, 9. maí, kl. 20. Með tónleikunum heiðra þær finnska skáldið Edith Södergran, en um miðsumar 2023 voru 100 ár liðin frá því að Södergran kvaddi þennan heim, að því er segir í tilkynningu. „Í mörg ár hafa þær skapað sýningar og tónleika byggða á litlum en innihaldsríkum ljóðaarfi hennar. Líf Edith Söder­gran varð stutt (1892-1923), en hún er engu að síður talin eitt mikilvægasta skáld sænska módernismans.“ Ókeypis er inn á tónleikana en nauðsynlegt er að bóka miða á tix.is til að tryggja sér sæti.