Fyrsta degi ríkisheimsóknar Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til Svíþjóðar lauk með hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi.
Þar ávarpaði hún gesti og þakkaði Karli Gústaf konungi og Silvíu drottningu fyrir boðið til landsins. Ræddi hún meðal annars um sagnaheim Íslendinga og Svía og þakkaði Svíum sérstaklega fyrir Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, fyrir að hafa lyft upp sjálfstrausti þjóðarinnar með afrekum sínum með landsliðinu.
Ríkisheimsóknin stendur yfir þar til á fimmtudag en í dag mun Halla meðal annars heimsækja Karólínska sjúkrahúsið auk þess sem forsetahjónin halda móttöku til heiðurs konungshjónunum.