Sterkur Mac Allister er í lykilhlutverki hjá meistaraliði Liverpool.
Sterkur Mac Allister er í lykilhlutverki hjá meistaraliði Liverpool. — AFP/Henry Nicholls
Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister, miðjumaður Englands­meistara Liverpool, hefur verið útnefndur besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í apríl. Vítor Pereira, knattspyrnustjóri ­Wolves, var útnefndur stjóri mánaðarins

Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister, miðjumaður Englands­meistara Liverpool, hefur verið útnefndur besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í apríl. Vítor Pereira, knattspyrnustjóri ­Wolves, var útnefndur stjóri mánaðarins. Mac Allister skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark fyrir Liverpool í apríl og Úlfarnir unnu alla fimm leiki sína í deildinni í apríl undir stjórn Pereira og komu sér þannig úr fallhættu með sannfærandi hætti.