FERÐAFÉLAG Íslands efnir nú á þrettándanum, mánudagskvöldið 6. janúar, til árlegrar blysfarar og fjölskyldugöngu um álfabyggðir Öskjuhlíðar og hefst hún við Perluna kl. 20. Gengið verður um 1 klst. hringur um skógarstíga í hlíðinni, auðvitað í

Þrettándagleði og blysför um álfabyggðir í Öskjuhlíð

FERÐAFÉLAG Íslands efnir nú á þrettándanum, mánudagskvöldið 6. janúar, til árlegrar blysfarar og fjölskyldugöngu um álfabyggðir Öskjuhlíðar og hefst hún við Perluna kl. 20.

Gengið verður um 1 klst. hringur um skógarstíga í hlíðinni, auðvitað í nágrenni við bústaði álfa og annarra vætta, en þó þannig að þeir verði ekki fyrir truflun. Samkvæmt huliðsvættakorti sem Borgarskipulag lét gera fyrir nokkrum árum eftir tilsögn sjáandans Erlu Stefánsdóttur, er talsvert um huldar vættir í Öskjuhlíðinni.

Í lokagöngu ársins sem var blysför Ferðafélagsins um Elliðaárdal sl. sunnudag mættu 825 manns. Öllum eru velkomið að mæta og hefja þannig nýtt ferðaár sem jafnframt er afmælisár Ferðafélagsins en það er 70 ára á þessu ári.