ÁRLEG nýársbrenna Vals verður í Hlíðarenda í dag, sunnudag, og hefst með blysför og fjölskyldugöngu frá Perlunni kl. 16.30 að brennunni sem hefst kl. 17.30. Flugeldasýning verður í lok dagskrár. Þátttaka er ókeypis en göngublys verða seld við upphaf

Valsbrenna á Hlíðarenda

ÁRLEG nýársbrenna Vals verður í Hlíðarenda í dag, sunnudag, og hefst með blysför og fjölskyldugöngu frá Perlunni kl. 16.30 að brennunni sem hefst kl. 17.30. Flugeldasýning verður í lok dagskrár. Þátttaka er ókeypis en göngublys verða seld við upphaf göngunnar og veitingar og flugeldar í Hlíðarenda.

Fjölskyldur eru hvattar til þátttöku og vel er við hæfi að þátttakendur klæðist skrautlegum búningum og beri grímur eða máli andlit sín. Varað er við búningum eða skrauti úr eldfimum efnum sem geta fuðrað upp ef neisti hleypur í þau.

Þetta er sjötta árið í röð sem Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir brennu á Hlíðarenda til að fagna nýju ári. Að þessu sinni er brennan haldin sunnudaginn 5. janúar, til að mæta þörfum fjölskyldunnar þar sem Þrettándann ber upp á virkan dag.