Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. FÁDÆMA veðurblíða var hér um um jól og áramót, eins og mun hafa verið víðast hvar á landinu, og færð eins og á sumardegi. Séra Eiríkur Jóhannsson í Hruna annaðist sínar fyrstu jólaguðsþjónustu í Hruna­ og Hrepphólum og

Mikil veðurblíða einkenndi jól og áramót

Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.

FÁDÆMA veðurblíða var hér um um jól og áramót, eins og mun hafa verið víðast hvar á landinu, og færð eins og á sumardegi.

Séra Eiríkur Jóhannsson í Hruna annaðist sínar fyrstu jólaguðsþjónustu í Hruna­ og Hrepphólum og var kirkjusókn góð. Níu Þjóðverjar voru á gistiheimilinu að Syðra­Langholti yfir jólin en það er nýlunda að erlendir ferðamenn koma hingað í sveitina til að dvelja yfir jól. Þjóðverjarnir fóru til miðnæturguðsþjónustu í Skálholti á aðfangadagskvöld. Þeir litu á Gullfoss og Geysi og fleiri fagra staði á jóladag og létu vel af komu sinni hingað.

Kvenfélagið stóð fyrir sinni árlegu jólaskemmtun fyrir börn í Félagsheimilinu á Flúðum og nokkrar áramótabrennur voru í sveitinni, sú stærsta á Flúðum, þar sem allnokkur mannfjöldi kom saman að venju og á miðnætti fór mikill fjöldi af rakettum í loftið. Eitthvað af fólki kom og dvaldi í sumarbústöðum sínum yfir áramótin en þeir munu nú vera orðnir 130­140 hér í hreppnum.

Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson KYNDLABERAR á áramótabrennu á Flúðum.