ÞRÖSTUR Guðmundsson verkfræðingur flytur fyrirlestur á morgun, mánudag, kl. 14 í stofu 158 í VR II. Fyrirlesturinn nefnir hann Kekkjun TiB2 agna í bráðnu áli. Fyrirlesturinn fjallar um megin niðurstöður doktorsverkefnis um kekkjun TiB2 agna í álbráð.

Verkfræðideild Háskóla Íslands Fyrirlestur um ál

ÞRÖSTUR Guðmundsson verkfræðingur flytur fyrirlestur á morgun, mánudag, kl. 14 í stofu 158 í VR II. Fyrirlesturinn nefnir hann Kekkjun TiB2 agna í bráðnu áli.

Fyrirlesturinn fjallar um megin niðurstöður doktorsverkefnis um kekkjun TiB2 agna í álbráð. Verkefnið var unnið í náinni samvinnu við Alusuisse Technology and Management ­ Technology Center Chippis í Sviss og London og Scandinavian Metallurgi cal Co. Ltd. í Englandi. TiB2 er notað í áliðnaði til að minnka kornstærð álsins á meðan storknun þess fer fram. Rétt kornstærð er mikilvæg til að bæta efniseiginleika og auðvelda eftirvinnslu, svo sem völsun. TiB2 agnirnar hafa tilhneigingu til að kekkjast í álinu og megin tilgangurinn með verkefninu var að finna eðlis­ og efnafræðilega skýringu á kekkjamynduninni.

Þröstur Guðmundsson lauk prófi í vélaverkfræði frá HÍ 1989 og M.Sc.-prófi frá Colorado State University 1992. Hann vinnur nú að PhD-verkefni við verkfræðiháskólann í Nottingham í Englandi.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku en glærur verða á ensku. Allir eru velkomnir.