. Ragnarsson Bridshátíð Vesturlands um næstu helgi BRIDSHÁTÍÐ Vesturlands verður haldin í fimmta sinn í Hótel Borgarnesi 11. og 12. janúar nk. Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. 64 spila sveitakeppni á laugardeginum og tvímenningur á

BRIDS

Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridshátíð Vesturlands um næstu helgi

BRIDSHÁTÍÐ Vesturlands verður haldin í fimmta sinn í Hótel Borgarnesi 11. og 12. janúar nk. Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. 64 spila sveitakeppni á laugardeginum og tvímenningur á sunnudeginum, tvær 28 spila lotur.

Verðlaunin verða samtals 200 þúsund krónur, en það er Sparisjóður Mýrasýslu sem er styrktaraðili mótsins. 120 þúsund krónur eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í sveitakeppninni en 80 þúsund á þrjú efstu sætin í tvímenningnum.

Í fyrra spiluðu 28 sveitir í mótinu. Nánari upplýsingar og skráning er í Hótel Borgarnesi í síma 437-1119 en skráningu lýkur á föstudagskvöld.