EGAR ég sá í jólaorðaflauminum fyrir jólin tekna líkingu af heilagri Maríu með frumburð sinn og íslenskri móður með sitt nýfædda barn, sem skaut því feimnislega fram án þess að á væri hlustað að hennar barn væri nú eiginlega stúlka, kom í hugann ljóðið

Kvatt á

þrettánda

EGAR ég sá í jólaorðaflauminum fyrir jólin tekna líkingu af heilagri Maríu með frumburð sinn og íslenskri móður með sitt nýfædda barn, sem skaut því feimnislega fram án þess að á væri hlustað að hennar barn væri nú eiginlega stúlka, kom í hugann ljóðið hans Kristjáns J. Gunnarssonar Jólablót:

Norður við heimskautið

nærsýn sólin

nývöknuð strýkur

svefninn af bránum

og miðsvetrarhátíðin

heiðna, jólin,

er haldin með

skammtímalánum.

Einhverjir græða

og óska að væru

oftar jól

og stærri fengur.

Aðrir tapa,

sjá tilganginn hrapa

og trúna með

einsog gengur.

Þessi María mey,

var það hún

sem í fjárhúsi

frumburð sinn ól

á jólum?

Fáir minnast

þess lengur

aðrir en þeir

sem af hæversku

hafa fyrir að spyrja:

Hvort var barnið þitt,

María,

stúlka

eða drengur?"

Yfir í annað. Ríkið það er ég, er fræg setning, höfð eftir hrokafullum löngu liðnum útlendum kóngi. Annað "Ríki" og viðhorf þess til undirsátanna rifjaði upp þessi orð í jólaösinni. Ég hafði skotist hérna út í Kringlu til að kaupa rauðvínið með jólasteikinni og gjafir til að þakka greiða. Einhvern orðróm hafði maður heyrt um að sú áfengisverslun ÁTVR, sem hér áður fyrr neyddi alla til að greiða í reiðufé, hefði eitthvað skánað. Væri jafnvel farin að taka upp nútíma verslunar hætti. En þegar kom að því að borga kom í ljós að sú vísa verslun tekur ekki Vísakort, sem nánast alls staðar gengur. Bara debetkort! sagði stúlkan. Látum vera, Áfengisverslunin hafnar öllum lánaviðskiptum, vill bara staðgreiðslu sem fæst með debetkorti. Þá væntanlega staðgreiðsluformið með rétt dagsettri ávísun, eða hvað? Jú, jú, ávísun en bara með því að framvísa fyrst hinu eina rétta debetkorti. Dugir ekki að geta sannað hver maður er, eins og hvarvetna í veröldinni. Ég var bæði með vegabréf og Vísakort með mynd og eiginhandarsýnishorni. Nei, ekki þarna! Eina sönnunin hjá okkur er debetkort. Eftir að hafa borgað í reiðufé fór ég beint út í banka og tók út með ávísun og sannaði hver ég er með Vísakortinu með myndinni. Hvað annað?

Þegar debetkortin komu og banki sá sem sem hefur haft í geymslu fyrir nær ekkert alla mín peninga í 45 ár reyndi að þvinga mig til að taka debetkort sín með því að hækka svo ávísanablöðin að okkur langreyndu ávísafólki yrði ekki vært með þau, skoðaði ég málið og komst að þeirri niðurstöðu að með því að safna gluggapósti til 10. hvers mánaðar og taka um leið út nægt lausafé á sömu ávísun mætti vel við una. En nú er komið á daginn að hægt er að neyða fólk til að borga debetkort ­ og ekkert annað ­ til þess eins að sanna hver maður er ætli maður að nota ávísanareikning sinn. Borga semsagt fyrir að sanna hver maður er. Maður getur víst ekki orðið ofan á þegar ríkisfyrirtæki eru annars vegar.

Með því að skoða hvernig ég persónulega nota greiðslukort, sá ég að mér dygði Vísakortið, sem hefur þann kost að það gengur nær alls staðar, jafnt erlendis sem innanlands. Sem er undir hælinn lagt hvort debetkortið gerir. Nánast alls staðar er tekið Vísakort ­ eða American Express ­ nema á ófriðarsvæðum eins og í Bosníu eða Kamerún, þar sem ég lenti í uppreisn. Alls staðar getur maður sannað hver maður er með vegabréfinu sínu, þar sem bera má saman á staðnum við myndina af vegabréfinu (eða kortinu) og undirskriftirnar saman við kvittun á staðnum. Alls staðar er það sönnun nema hjá ÁTVR á Íslandi. Þar blása menn á svoleiðis sannanir ­ enda ekkert borgað fyrir þær. Þeir vita sem er að sé maður með eitthvert múður og versli ekki við þá, má þeim vera alveg sama. Það er ekki hægt að fara neitt annað. Maður verður þá bara af rauðvíninu með jólasteikinni. Hvers vegna þarna er ekki hægt að hafa venjulega verslunarhætti sem annars staðar tíðkast er mér ráðgáta. Varðar ekkert um það. ÁTVR, það er ég!

Öðru hverju kemur eitthvað upp á sem gerir mann hallan undir þá skoðun að líklega sé það rétt að ríkisstofnanir með einokun geti ekki orðið annað en hrokafullar.