." (ETS) hefur gefið út bæklinginn "Shopping in Iceland" þar sem er að finna upplýsingar fyrir erlenda ferðamenn um möguleika sem bjóðast hér á landi í verslun, kaup á tollfrjálsum varningi og annað. Um er að ræða nýjung í ferðaþjónustu, en í

Tollfrjálst á Íslandi "Europe Tax-free Shopping á Íslandi hf." (ETS) hefur gefið út bæklinginn "Shopping in Iceland" þar sem er að finna upplýsingar fyrir erlenda ferðamenn um möguleika sem bjóðast hér á landi í verslun, kaup á tollfrjálsum varningi og annað. Um er að ræða nýjung í ferðaþjónustu, en í bæklingnum er meðal annars að finna upptalningu á verslunum sem eru aðilar að "Europe Tax-free Shopping." Þar er líka að finna kort og ýmsar almennar upplýsingar sem tengjast verslun á Íslandi. Inngangsorð skrifa Friðrik Sóphusson, fjármálaráðherra og Magnús Oddsson, framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Íslands.

Bæklingurinn er gefinn út í 30 þúsund eintökum að þessu sinni. Næsta útgáfa er áætluð í lok apríl nk. og þá í 80 þúsund eintökum. Stefnt er að því að bæklingurinn verði síðan gefinn út árlega.