CHRYSLER sýndi á bílasýningunni í París síðastliðið haust Dodge Intrepid ESX. Hann er ráðgerður sem sportbíll á næstu öld, allur gerður úr áli, fjögurra dyra og búinn dísilrafaflstöð. Vélin er 1,8 l þriggja strokka túrbódísil tengd við alternator sem

SPORTBÍLL

næstu aldar

CHRYSLER sýndi á bílasýningunni í París síðastliðið haust Dodge Intrepid ESX. Hann er ráðgerður sem sportbíll á næstu öld, allur gerður úr áli, fjögurra dyra og búinn dísilrafaflstöð. Vélin er 1,8 l þriggja strokka túrbódísil tengd við alternator sem framleiðir raforku, sem er síðan geymd í blýsýru rafgeymasamstæðu. Aflinu er skilað með tveimur 100 hestafla rafmótorum sem er komið fyrir í hvoru afturhjóli.