hjá Sotheby's Í tilefni breytinganna í Hong Kong þegar Bretar munu afhenda Kínverjum yfirráð í borginni 30. janúar nk. hefur Sotheby's ákveðið að efna til sérstakrar sýningar til þess að halda upp á viðskiptasambönd Evrópu við löndin í austri sem í

Saga þriggja borga

hjá Sotheby's

Í tilefni breytinganna í Hong Kong þegar Bretar munu afhenda Kínverjum yfirráð í borginni 30. janúar nk. hefur Sotheby's ákveðið að efna til sérstakrar sýningar til þess að halda upp á viðskiptasambönd Evrópu við löndin í austri sem í rúmlega þrjár aldir hafa sett mark sitt á tísku, hönnun og almennan smekk Evrópubúa.

Sýningin; Saga þriggja borga: Canton, Shanghai og Hong Kong verður haldin í húsakynnum Sotheby's í London, en þeim verður breytt verulega til þess að skapa umgjörð sem talin er hæfa þeim ómetanlegu listaverkum sem þar verða til sýnis. Listaverkin, sem eru um 300 talsins, verða flest lánuð úr einkasöfnum eða söfnum opinberra aðila í Bretlandi og Asíu, en önnur koma frá listaverkasöfnum víða að úr heiminum.

Sýningin stendur frá 6. janúar til 8. febrúar nk.