HONDA hefur hannað nýjan fjölnotabíl af minni gerðinni, S-MX, sem getur með sanni kallast fjölnotabíll. Markhópurinn er ung, barnalaus hjón. Bíllinn er með tveimur framsætum og aftursætisbekk og er hægt að fella sætisbökin aftur og mynda slétt rúm þar

Hótel á hjólum

HONDA hefur hannað nýjan fjölnotabíl af minni gerðinni, S-MX, sem getur með sanni kallast fjölnotabíll. Markhópurinn er ung, barnalaus hjón. Bíllinn er með tveimur framsætum og aftursætisbekk og er hægt að fella sætisbökin aftur og mynda slétt rúm þar sem hægt er að leggjast til svefns. Fréttaskýrendur hafa líkt bílnum við hótel á hjólum.

Bíllinn er kubbslegur í lagi. Hann er 3,95 sm á lengd og er með eina hurð bílstjóramegin en tvær farþegamegin. Honda áætlar að selja 4 þúsund S-MX á mánuði og grunnverðið í Japan er um 15 þúsund dollarar, eða rétt um ein milljón ÍSK. Hægt er að fá bílinn með ýmsum aukabúnaði, eins og fjarstýrðum samlæsingum og lituðu gleri.

HONDA S-MX fjölnotabílinn er ætlaður ungum hjónum og áætlar Honda að selja 4 þúsund bíla á mánuði.

Í BÍLNUM eru sæti sem hægt er að breyta í rúm.