ndur erlendis. Hann er væntanlegur hingað í Laugarásbíó um páskana, en saga myndarinnar er orðin býsna löng og ströng. Eva Perón lést úr krabbameini 33 ára gömul árið 1952. Árið 1976 höfðu Andrew Lloyd Webber og Tim Rice gert um hana sinn ódauðlega

Fólk

Þá hefur söngleikurinn Evíta með Madonnu í titilhlutverkinu verið frumsýndur erlendis. Hann er væntanlegur hingað í Laugarásbíó um páskana, en saga myndarinnar er orðin býsna löng og ströng. Eva Perón lést úr krabbameini 33 ára gömul árið 1952. Árið 1976 höfðu Andrew Lloyd Webber og Tim Rice gert um hana sinn ódauðlega söngleik og árið eftir var lagið Don't Cry for Me Argentina" komið í efsta sæti vinsældalistans í Bretlandi. Þremur árum seinna heyrði Madonna fyrst af Evu Perón í sögutíma í menntaskóla. Aldrei sá hún söngleikinn á Broadway en hann hreppti átta Tony-verðlaun (Óskarinn á Broadway) árið 1980. Margir kvikmyndaleikstjórar litu hýru auga til Evítu frá upphafi: Michael Cimino, Ken Russell, Francis-Ford Coppola, Franco Zeffirelli og Oliver Stone svo nokkrir sé nefndir. Leikkonurnar sem orðaðar voru við titilhlutverkið voru næstum jafn margar: Charo, Raquel Welch, Ann-Margret og Meryl Streep. Söngleikir hafa ekki verið í tísku síðan Grease" var gerð árið 1978 og setti aðsóknarmet. Og það þarf ekki að spyrja að því að þau sem heppilegust þóttu í hlutverk Evu og byltingarmannsins Che í upphafi níunda áratugarins voru Olivia-Newton John og John Travolta.