rðar í lok síðasta árs og er það met í fjölda umsókna en árið á undan bárust 107 umsóknir og þar áður 88. Sjóðurinn hefur úr 60 milljónum úr að spila til styrkveitinga svo ljóst er að einungis mjög lítið brot umsækjanda fær jákvætt svar nú þegar

Í BÍÓ

ALLS bárust Kvikmyndasjóði Íslands 161 umsókn um styrki til kvikmyndagerðar í lok síðasta árs og er það met í fjölda umsókna en árið á undan bárust 107 umsóknir og þar áður 88.

Sjóðurinn hefur úr 60 milljónum úr að spila til styrkveitinga svo ljóst er að einungis mjög lítið brot umsækjanda fær jákvætt svar nú þegar úthlutanir verða kynntar í þessum mánuði. Helmingur umsóknanna var um handritsstyrki en stjórn Kvikmyndasjóðs ákvað sl. haust að fjölga handritsstyrkjum.

Allur þessi fjöldi umsókna sýnir að áhugi á hverskyns kvikmyndagerð er gríðarlegur hér á landi en jafnframt að það gerist æ erfiðara fyrir kvikmyndagerðarmenn að fá þann stuðning frá Kvikmyndasjóðnum sem honum er ætlað að veita.