Einhver mesti og margræðnasti stílisti breskrar kvikmyndagerðar, Peter Greenaway, hefur sent frá sér nýja bíómynd sem heitirThe Pillow Book". Hún er með Ewan McGregor úr "Trainspotting" í einu aðalhlutverkanna en drengurinn sá er orðinn ákaflega

Skinnhandrit Greenaways

Einhver mesti og margræðnasti stílisti breskrar kvikmyndagerðar, Peter Greenaway, hefur sent frá sér nýja bíómynd sem heitirThe Pillow Book". Hún er með Ewan McGregor úr "Trainspotting" í einu aðalhlutverkanna en drengurinn sá er orðinn ákaflega eftirsóttur í kvikmyndir beggja vegna Atlantshafsins og leikur í hverri myndinni á fætur annarri.

Með önnur hlutverk fara Vivian Wu og Yoshi Oida. Myndin er rúmir tveir tímar að lengd og framleidd af breskum, frönskum og hollenskum aðilum en gerist í Japan. Greenaway hefur búið til hverja gátuna á fætur annarri með myndum sínum allt frá The Draughtsman's Contract" til The Baby of Macon" og The Pillow Book" mun ekki vera neitt auðlesnari en fyrri myndir hans. Sagan er athyglisverð: Ung kona tekur að skrá hjá sér hugsanir sínar á líkama elskhuga sinna og sendir þá í hefndarskyni til útgefanda föður síns en á meðal "skinnhandritanna" eru japanskur sumoglímukappi og breskur túlkur, sem McGregor leikur.

Handritin heim; úr mynd Greenaways, The Pillow Book".