INNRÁS Staten Island-liðsins sem kallaði sig Wu-Tang Clan gerbreytti stefnu rappsins á sínum tíma; í stað bófa og melludólga ortu Wu-Tang-menn um Kung-Fu og Ninja-kappa, en inn á milli skutu þeir dæmisögum úr daglega lífinu þar sem þeir vöruðu við

Enn Wu-Tang

INNRÁS Staten Island-liðsins sem kallaði sig Wu-Tang Clan gerbreytti stefnu rappsins á sínum tíma; í stað bófa og melludólga ortu Wu-Tang-menn um Kung-Fu og Ninja-kappa, en inn á milli skutu þeir dæmisögum úr daglega lífinu þar sem þeir vöruðu við ofbeldi og illverkum. Í kjölfar metsöluplötunnar 36 Chambers hefur hver sólóskífan rekið aðra frá Shaolin/Staten Island, og síðasta innlegg í þá útgáfuröð var með bestu plötum nýliðins árs.

bak við allt rapp Wu-Tang-félaga er tónsmiðurinn, upptökustjórinn og útsetjarinn Raekwon eða RZA. Hann hefur haldið um takkana á öllum Wu-skífunum og á nýjustu plötunni stendur hann við upptökuborðið að vanda, en Ghostface Killah er við hljóðnemann. Sá lagði sitthvað til málanna á fyrstu Wu-Tang skífunni og margir minnast frábærrar frammistöðu á einni helstu rappskífu þarsíðasta árs, Only Built 4 Cuban Linx, sem var annars skrifuð á RZA sjálfan.

Ghostface Killah rappar um lífið og tilveruna og þá yfirleitt heldur ömurlegt líf og upplifun. Í einu lagi sýnir hann á sér mjúka hlið, þegar hann segir frá móður sinni blessaðri. Það er reyndar svo með lita rappara að hugsi þeir til mæðra sinna brestur í þeim klökkur gígjustrengur. Til að tryggja það að enginn haldið að hann sé einhver auli sprettir Killah svo úr spori í kvenfyrirlitningu og ofbeldisdýrkun í öðrum lögum, studdur af magnaðri fönksúpu RZA.

Klökkur Ghostface Killah.