TÓNLISTARFERILL Sheryl Crow er sérkennilegur; eftir mikið streð við að ná eyrum útgefenda komst hún að sem bakraddasöngkona hjá Michael Jackson og þannig með annan fótinn á plast. Ekki gekk næsta skref þó betur en svo að plata sem tekin var upp fyrir

Sannkölluð

sólóskífa

TÓNLISTARFERILL Sheryl Crow er sérkennilegur; eftir mikið streð við að ná eyrum útgefenda komst hún að sem bakraddasöngkona hjá Michael Jackson og þannig með annan fótinn á plast. Ekki gekk næsta skref þó betur en svo að plata sem tekin var upp fyrir sæg seðla með atvinnumenn í hverjum kima þótti svo illa heppnuð að henni var hent. Þá var það að Crow hljóðritaði lagasafn sem hún hafði prufukeyrt á kollegum og gaf út undir nafni sem vísaði til félagsskaparins.

ú plata, Tuesday Night Music Club, virtist ekki til stórræðanna, kom út síðla árs 1993 án þess að nokkur gæfi henni gaum, en þegar hún var endurútgefin ári síðar fóru hjólin að snúast og Sheryl Crow varð mikil stjarna.

Í haust kom svo út önnur breiðskífa Sheryl Crow þar sem kveður nokkuð við annan tón. Horfnir eru félagarnir gömlu, kúrekaklæðin og kæruleysislegt boogie-poppið, en í þess stað komin sjálfstæð söngkona og frökk, sem heldur sjálf um taumana.

Breiðskífan nýja heitir einfaldlega Sheryl Crow, svona eins og rétt til að undirstrika að þetta sé hennar plata en ekki eitthvert samvinnuverkefni. Hún sér sjálf um útsetningar og upptökustjórn og tónlistin er öllu beinskeyttari en forðum, rytmablús og þróttmikið vagg og velta. Crow segir að nafnið á plötunni sé ekki síst til komið til að reka af henni það slyðruorð að frumraunin hafi ekki verið raunveruleg sólóskífa, en annars skipti viðtökur gagnrýnenda hana litlu máli, öllu skipti að hún sé sátt sjálf og á meðan plöturnar seljast nógu vel til að það borgi sig að gefa þær út hafi hún ekkert að óttast.

Sjálfstæð Sheryl Crow.