HELSTU straumar í seinni tíma danstónlist hafa komið frá Bretlandseyjum; þar hafa menn hrært saman svörtum diskótónum og vestrænni rokkstemmningu og kryddað með ísköldu tölvupoppi og þýskri framúrstefnu með góðum árangri. Fyrir vestan Atlantsála er þó

Ps. Skuggi

smalar

HELSTU straumar í seinni tíma danstónlist hafa komið frá Bretlandseyjum; þar hafa menn hrært saman svörtum diskótónum og vestrænni rokkstemmningu og kryddað með ísköldu tölvupoppi og þýskri framúrstefnu með góðum árangri. Fyrir vestan Atlantsála er þó sitthvað á seyði og smám saman hafa vesturheimsmenn látið að sér kveða, nú síðast bleiknefjinn Josh Davis sem kallar sig DJ Shadow.

m mitt nýliðið ár kom úr framúrskarandi skífa sem kallaðist Endtroducing ... og breska útfgáfan Mo'Wax gaf út. Fyrir plötunni var skrifaður DJ Shadow, en platan var hans fyrsta breiðskífa þó hann hafi sent frá sér sjö tólftommur á síðustu fimm árum. Tónlistin á plötunni er hipphopp byggt á stefjum úr ýmsum áttum og segja má að DJ Shadow hafi sannað á plötunni að með dyggri hljóðsmalanotkun er ekki síður hægt að bylta og breyta og skapa nýja tóna en með gamaldags rafgíturum og hryngrunni. Plötunni var vel tekið og víðast var hún talin með helstu verkum ársins; meira að segja íhaldssamir rokksneplar létu segjast þegar þeir heyrðu diskinn, enda seldist hann bráðvel víða um heim. Reyndar eru gagnrýnendur þegar farnir að gera því skóna að Endtroducing .... eigi eftir að hafa viðlíka áhrif og mínimalismameistaraverk Mikes Oldfields, Tubular Bells, hafði á hasshausa og hippa á sínum tíma.

Josh Davis var alinn upp á framúrstefnu áttunda áratugarins, en bráðungur féll hann fyrir frumrappi og hipphopp. Áður en langt var um liðið var hann farinn að þeyta plötum á dansleikjum, á milli þess sem hann dansaði breatbeat og stundaði veggjakrot af kappi. Hann segir að erfitt hafi verið að afla sér upplýsinga um það sem var á seyði því Bandaríkjadeild MTV og rokktímaritið Rolling Stone voru beinlínis á móti rappinu og danstónlistinni framan af; létu helst eins og hún væri ekki til. Með tímanum náði Davis þó tökum á tónmálinu og hóf að setja saman eigin tónlist. Alla tíð hefur hann haldið sig við það að búa ekki til tóna sjálfur; allt sem hann hefur gefið út er byggt á smalavinnu í verkum annarra, enda segist hann hafa sérstaklega gaman af að hræra saman ólíkum straumum og helst ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar. Vendipunktur í lífi Davis var svo þegar hann hætti í háskóla fyrir rétt rúmum sex árum, þá nítján ára, vegna þess að háskólalífið tók of mikinn tíma frá tónlistinni, og lagðist í tónsmíðar og rót í plötuhaugum í skranbúðum.

Eins og getið er flokkast tónlist Josh Davis undir hipphopp, en hann segist ekki ánægður með þróun tónlistarformsins, segir að rappið hafi leitt hipphopp út í mýri stöðnunar og afturhaldssemi. Hipphopp var mér eins og móðir á tónlistarsviðinu og að horfa upp á þróunina er eins og að sjá móður sína verða alkóhólista. Ég ann tónlistarforminu en ég tek ekki þátt í því sem er að gerast; ég ætla ekki að verða enn ein Wu-Tang eftirherman."

Frumlegur Josh Davis/DJ Shadow.

Árna

Matthíasson