Grosníj. Reuter. LÆKNAR í Grosníj, höfuðborg Tsjetsjníju, óttast að íbúar hins stríðshrjáða lands fái litla sem enga læknisaðstoð, í kjölfar brotthvarfs helstu hjálparstofnana frá Tsjetsjníju. Ákváðu flestar hjálparstofnanir að fylgja í kjölfar

Óttast læknaskort í Tsjetsjníju

Grosníj. Reuter.

LÆKNAR í Grosníj, höfuðborg Tsjetsjníju, óttast að íbúar hins stríðshrjáða lands fái litla sem enga læknisaðstoð, í kjölfar brotthvarfs helstu hjálparstofnana frá Tsjetsjníju. Ákváðu flestar hjálparstofnanir að fylgja í kjölfar Alþjóðaráðs Rauða krossins, sem kallaði fólk sitt heim eftir að sex starfsmenn hans voru myrtir fyrr í vikunni.

Hægt er að fá læknishjálp í Tsjetsjníju en hún kostar offjár og blásnauðir íbúarnir eiga í fá hús að venda þurfi þeir að leita læknis. "Ástandið verður hörmulegt. Okkur vantar mannskap og tæki til að veita fólki aðstoð," sagði Ljúba Artsjakoja, yfirlæknir á sjúkrahúsi 4 í Grosníj.

Þá óttast menn einnig að skortur á hreinu vatni, en Rauði krossinn vann að því að koma vatnsveitu í samt lag, muni hafa ómælda erfiðleika í för með sér.