BJÖRN KRISTJÁNSSON Björn Kristjánsson var fæddur á Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu 17. október 1903. Hann andaðist í Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum mánudaginn 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Gíslason, bóndi á Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð, f. 25. ágúst 1875, og Petra Friðrikka Björnsdóttir, f. 10. september 1880. Petra lést annan í jólum 1912 en seinni kona Kristjáns var Sigríður Bjarnadóttir, f. 7. júlí 1898. Björn var elstur tveggja bræðra og fjögurra hálfsystra. Þau eru: Aðalsteinn, sem er látinn, Rakel, Fjóla, Ingibjörg og Jakobína.

Hinn 28. maí 1928 kvæntist Björn Magnhildi Guðlaugu Stefánsdóttur frá Sleðbrjóti í Jökulsárhlíð, d. 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Sigurðsson, hreppstjóri og bóndi á Sleðbrjót, og Björg Sigmundsdóttir. Björn og Magnhildur voru bændur í Grófarseli í Jökulsárhlíð í meira en hálfa öld. Þau brugðu búi 1982 og fluttust þá í Fjóluhvamm 11 í Fellabæ. Magnhildur og Björn eignuðsut átta börn. Þau eru: 1) Stúlka (óskírð), f. 15. október 1929, d. 16. október 1929. 2) Stefanía Björg, iðnverkakona, f. 2. maí 1931. Börn hennar og Svavars Jakobs Stefánssonar: Agnes, sjúkraliði, f. 1955, Björn Kristján verkstjóri, f. 1957, Stefán Ómar, f. 1962, d. 5. desember 1978, og Magnús Björgvin sjómaður, f. 1964. 3) Petra Friðrikka húsmóðir, f. 12. janúar 1933, maki: Björn Þór Pálsson. Börn þeirra: Björn Magni verkamaður, f. 1956, Jóna Pála kennari, f. 1964, og Björg fréttamaður, f. 1969. 4) Elfa, bóndi, f. 20. september 1935, maki: Björn Hólm Björnsson. Börn þeirra: Skúli verkstjóri, f. 1956, Magnhildur Björg bóndi, f. 1957, Björn verkstjóri, f. 1959, Birna Soffía póstmaður, f. 1961, og Grímlaugur verkamaður, f. 1968. 5) Jónína Alda bóndi, f. 14. apríl 1937, d. 26. nóvember 1992, eftirlifandi eiginmaður hennar er Sæbjörg Hallgrímur Jónsson. Börn þeirra: Guðlaugur, sveitarstjóri í Fellabæ, f. 1960, Erna skrifstofumaður, f. 1962, og Þór vélstjóri, f. 1966. 6) Kristján Hrímnir landpóstur, f. 9. febrúar 1941, maki: Þórhildur Vigfúsdóttir. Börn þeirra: Elín Helga húsmóðir, f. 1962, Björn vélstjóri, f. 1963, Vigíds Hulda skrifstofumaður, f. 1964, Aðalsteinn Kristján nemi, f. 1967, og Guðlaugur Vigfús verkamaður, f. 1973. 7) Aðalsteinunn Bára, starfsstúlka á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, f. 28. júní 1942, maki: Reynir T. Júlíusson. Börn þeirra: Soffía sjúkraliði, f. 1966, Jón Ágúst landfræðingur, f. 1968, og Björn Hildir nemi, f. 1976. 8) Sigurður Gylfi bóndi, f. 5. nóvember 1945, maki: Sigurveig Björnsdóttir. Börn þeirra: Drífa hárgreiðslumeistari, f. 1966, Björn Guðjón pípulagningamaður, f. 1970, og Sigurrós húsmóðir, f. 1976.

Björn var nemandi við Eiðaskóla árin 1920­1922. Hann starfaði síðar sem barnakennari. Björn var virkur í félagsstarfi í Jökulsárhlíð; hann var lengi deildarstjóri Kaupfélagsdeildar sveitarinanr og var síðar gerður að heiðursfélaga KHB, hann var um árabil organisti í Sleðbrjótskirkju. Björn sá um byggingu sláturhúss KHB á Fossvöllum í Jökulsárhlíð og starfaði þar frá 1942­1979 sem vélstjóri. Einnig kom hann að byggingu fleiri húsa á Héraði og víðar.

Björn verðurjarðsunginn frá Egilsstaðakirkju á morgun, mánudaginn 6. janúar, og hefst athöfnin klukkan 14.