HARALDUR GUÐNASON Haraldur Guðnason fæddist í Stóra-Sandfelli í Skriðdal 16. mars 1906. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilborg Kristjánsdóttir frá Grófargerði á Völlum og Guðni Björnsson frá Stóra-Sandfelli. Börn Guðna og Vilborgar voru: Björn bóndi í Stóra-Sandfelli, Kristján bóndi í Stóra-Sandfelli, kvæntur Sigurborgu Guðnadóttur frá Eskifirði, Benedikt bóndi á Ásgarði á Völlum, kvæntur Þuríði Guðmundsdóttur frá Arnkelsgerði, Haraldur bóndi á Eyjólfsstöðum og Sigrún húsfreyja í Arnkelsgerði á Völlum, gift Nikulási Guðmundssyni frá Arnkelsgerði. Auk þess áttu þau eina dóttur sem þau misstu. Systkinin eru nú öll látin.

Haraldur var jarðsunginn frá Vallaneskirkju 30. desember. Jarðað var í heimagrafreit á Sandfelli.