JÓNA INGVELDUR JÓNSDÓTTIR Jóna Ingveldur Jónsdóttir fæddist á Hárlaugsstöðum í Rangárvallasýsslu 3. febrúar 1908. Hún andaðist á Landspítalanum 1. janúar síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Foreldrar hennar voru Vilborg Jónsdóttir húsmóðir, f. 15. október 1866, d. 10. maí 1946, og Jón Runólfsson bóndi, f. 10. september 1865, d. 29. október 1934, frá Hárlaugsstöðum í Rangárvallasýslu. Ingveldur var næstyngst átta barna þeirra hjóna.

Ingveldur giftist Guðmundi Guðjónssyni bifreiðastjóra 31. desember 1934 og eignuðust þau þrjú börn: 1) Vilborg, f. 24. júní 1936, d. 6. nóvember 1936. 2) Sigurður Sverrir, f. 15. maí 1938, maki Valgerður Jóhannesdóttir, f. 11. júlí 1939, börn þeirra: a) Bryndís Margrét, f. 8. júlí 1959, maki Guðbrandur Arnar Lárusson, f. 26. nóvember 1954, börn þeirra: Sigríður Gerður, f. 1. júní 1978, Sandra Sif, f. 27. maí 1989, Birta, f. 25. janúar 1994. b) Bjarki, f. 16. nóbember 1967, maki Elísa Henný Arnardóttir, f. 18. maí 1968, börn þeirra: Örn Ingi, f. 19. febrúar 1990, Kristinn Hrannar, f. 27. september 1995. c) Berglind, f. 5. október 1971, maki Bjarnþór Hlynur Bjarnason, f. 5. október 1968. 3) Gylfi, f. 11. júní 1943, maki Svanhildur Sigurðardóttir, f. 13. mars 1950, börn þeirra: a) Íris Mjöll, f. 28. október 1973, maki Njörður Ingi Snæhólm, f. 15. október 1969, b) Erla Rós, f. 22. október 1978.

Útför Ingveldar fer fram frá kapellunni í Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 6. janúar, og hefst athöfnin klukkan 10.30.