Jóna Ingveldur Jónsdóttir Elsku besta langamma, nú ert þú komin til Guðs, englanna og litlu stelpunnar þinnar sem fór svo fljótt. Okkur langar bara til að kveðja þig. Þú varst okkur alltaf svo góð og varst alltaf að búa eitthvað til handa okkur og alltaf passaðir þú uppá, að allir fengju jafnt. Það sýndi sig nú bara best núna fyrir jólin. Áhyggjurnar sem þú hafðir af jólagjöfunum til okkar, að einhver gæti pakkað inn styttunni sem þú hafðir búið til. Bless, elsku langamma. Megir þú hvíla í friði.

Vertu yfir og allt um kring

með eilífri blessun þinni.

Sitji Guðs englar saman í hring

sænginni yfir minni.

(Sig. Jónsson frá Presthólum)

Gerður, Sandra Sif, Birta, Örn Ingi og Kristinn Hrannar.