KATRÍN THEÓDÓRSDÓTTIR Katrín Theódórsdóttir var fædd í Reykjavík 5. júní 1920. Hún lést á Landspítalanum á aðfangadagskvöld, 24. desember

1996. Foreldrar hennar voru: Theódór Jónsson, verkamaður í Reykjavík, f. 24. sept. 1884, d. 21. apríl 1963, og kona hans Helga Soffía Bjarnadóttir, f. 13. okt. 1890, d. 21. júní 1979. Ung að árum var Katrín tekin í fóstur að Vorsabæ á Skeiðum, til hjónanna Eiríks Jónssonar og Kristrúnar Þorsteinsdóttur. Var hún þar þangað til hún giftist.

Eftirlifandi eiginmaður Katrínar er Jón Kristinn Ágústsson, f. 31. janúar 1912, bifreiðastjóri, frá Halakoti á Vatnsleysuströnd. Foreldrar hans voru Ágúst Guðmundsson, útvegsbóndi í Halakoti á Vatnsleysuströnd, f. 26. janúar 1869, d. 9. nóvember 1941, og kona hans Þuríður Kristín Halldórsdóttir, f. 22. maí 1885, d. 11. maí 1971. Þau Katrín og Kristinn voru gefin saman í hjónaband 1. júlí 1946. Bjuggu þau alla tíð í Skipholti, Vatnsleysuströnd. Þau eignuðust sex börn og eru fjögur þeirra á lífi, en tvíburar sem þau eignuðust dóu nýfæddir. Börn þeirra í aldursröð: Ágúst G., f. 18. okt. 1946, búsettur í Skipholti. Hreinn, f. 5. apríl 1948, d. sama dag. Þuríður, f. 5. apríl 1948, d. sama dag. Hjalti, f. 22. ágúst 1951, búsettur í Skipholti. Vilhjálmur, f. 29. okt. 1957, búsettur í Njarðvíkum. Sambýliskona hans er Linda Kristín Leifsdóttir og eiga þau þrjú börn. Auður, f. 16. nóv. 1961, búsett í Kópavogi. Er hún fósturdóttir Halldórs Ágústssonar, föðurbróður síns, og konu hans Eyþóru Þórðardóttur. Sambýlismaður hennar er Sverrir Heiðar Sigurðsson. Eiga þau þrjár dætur.

Útför Katrínar fór fram í kyrrþey 3. janúar.