Magnús Adolf Magnússon Elsku langafi minn. Mig langar að þakka þær stundir sem við áttum saman, eins og þegar við fórum tveir norður í Syðra-Vallholt og vorum með brennu í gömlum turni. Við þurftum að raka heyið, en svo hætti ég því og fór að skoða Andrésar andar-blöð. Ég fékk oft góðar gjafir og súkkulaðirúsínur frá þér afi. Árið 1994 þegar fjölskyldan fór hringinn í kringum landið þá komstu með, afi, og systir þín Marta. Þið fóruð heim þegar við fórum til Grenivíkur. Þú varst hjá okkur langafi síðustu þrjú jól, síðan langamma dó. Það var gott og gaman að hafa þig með á þessum stundum.

Vertu yfir og allt um kring

með eilífri blessun þinni.

Sitji guðs englar saman í hring

sænginni yfir minni.

(Sig. Jónsson frá Presthólum)

Guð blessi þig, afi minn.

Þinn

Ólafur Ingi Ómarsson.