UNNUR MARÍA MAGNÚSDÓTTIR Unnur María Magnúsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. mars

1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Landakoti, laugardaginn 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Árnadóttir og Magnús Bjarni Magnússon, söðlasmiður, og var hún einkadóttir þeirra hjóna.

Hinn 18. september 1943 kvæntist Unnur María Karli Daníel Péturssyni, f. 4.8. 1909, d. 8.3. 1979, frá Eydölum í Breiðdal. Börn þeirra eru: 1) Guðríður Kolbrún, f. 12.3. 1944. 2) Magnús Pétur, f. 29.11. 1947, maki Guðríður Magnúsdóttir. Börn þeirra eru Karl Daníel, f. 23.2. 1986, Magnús Þór, f. 20.2. 1992. Dreng átti Magnús fyrir hjónaband, Ágúst Bjarka, f. 2.2. 1975. Fósturdóttir Magnúsar er Kristín Stefanía, f. 27.7. 1978. 3) Ragnhildur Anna, f. 26.6. 1952, maki Þorvaldur Rúnar Jónasson. Börn þeirra eru Unnur María, f. 17.4. 1974, Jónas Karl, f. 4.4. 1978, Elvar Steinn, f. 18.9. 1985.

Útför Unnar Maríu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 6. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15.