ÁRLEG ráðstefna Atvinnu- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, miðvikudag, kl. 15. Ráðstefnan er að þessu sinni helguð stefnumótun í ferðaþjónustu í Reykjavík. Kynntar verða helstu niðurstöður sem birtar hafa verið undir heitinu Stefnumót 2002.

Stefnumótun

í ferðaþjónustu rædd

ÁRLEG ráðstefna Atvinnu- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, miðvikudag, kl. 15. Ráðstefnan er að þessu sinni helguð stefnumótun í ferðaþjónustu í Reykjavík. Kynntar verða helstu niðurstöður sem birtar hafa verið undir heitinu Stefnumót 2002. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun ásamt fulltrúum úr verkefnisstjórn kynna efni skýrslunnar. Að kynningu lokinni verða opnar umræður.

Framtíðarsýn stefnumótunarinnar er sú að árið 2002 verði Reykjavík þekkt sem hreinasta höfuðborg Evrópu, með stórbrotna náttúru og útivistarmöguleika á næsta leiti ­ áhugaverður áfangastaður innlendra og erlendra ferðmanna allt árið. Fram til ársins 2002 aukist tekjur og arðsemi fyrirtækja og aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu um 10% á ári. Á sama tíma fjölgi ársverkum um 4% á ári og fjölgun gistinátta utan háannatíma verði um 10% á ári en á háannatíma um 6% á ári.

Fundurinn er opinn aðilum í ferðaþjónustu og öðrum sem áhuga hafa á ferðamálum.