GOÐSÖGNIN Jack Nicklaus segist ekki á þeim buxunum að hætta keppni meðal þeirra bestu þó hann sé orðin 57 ára og hafi tekið þátt í 150 stórmótum í golfi og sigrað 18 sinnum. "Ég hef trúlega ekki leikið eins vel og ég er að gera þessa dagana í ein tíu ár," sagði Nicklaus eftir að hann hafði lokið leik á fjórum yfir pari á sunnudaginn, en alls lék hann á 13 yfir pari vallarins.
Nicklaus heldur áfram



GOÐSÖGNIN Jack Nicklaus segist ekki á þeim buxunum að hætta keppni meðal þeirra bestu þó hann sé orðin 57 ára og hafi tekið þátt í 150 stórmótum í golfi og sigrað 18 sinnum. "Ég hef trúlega ekki leikið eins vel og ég er að gera þessa dagana í ein tíu ár," sagði Nicklaus eftir að hann hafði lokið leik á fjórum yfir pari á sunnudaginn, en alls lék hann á 13 yfir pari vallarins. "Það lýtur út fyrir að ég sé að ná mér á strik á ný. Mjöðmin virkar ein sog hún á að virka og ég skemmti mér konunglega í golfi og meðan svo er sé ég enga ástæðu til að hætta," sagði Gullni björninn. Gary sonur hans tók þátt í mótinu en hann náði ekki niðurskurðinum eftir tvo daga þannig að faðir og sonur léku ekki saman síðustu tvo dagana eins og "gamli" maðurinn hafði vonað. Annar sonur hans, Steven, var þó með Nicklaus allan tímann því hann var kylfusveinn hjá föður sínum.