ÁKVEÐIÐ hefur verið að kaupa viðvörunarbúnað sem mælir hraða ökutækja og sýnir ökumönnum á ljósaskilti hver hraðinn er. Að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings er hugmyndin að kaupa fimm skilti sem sett verða upp á höfuðborgarsvæðinu.

Ný hraðamæling ökutækja



ÁKVEÐIÐ hefur verið að kaupa viðvörunarbúnað sem mælir hraða ökutækja og sýnir ökumönnum á ljósaskilti hver hraðinn er. Að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings er hugmyndin að kaupa fimm skilti sem sett verða upp á höfuðborgarsvæðinu.

"Við munum þreifa okkur áfram með hvar skiltin verða sett upp," sagði Stefán. "Við erum ekki að tala um að setja þau upp við húsagötur eða stofnbrautir heldur milligötur, þar sem við viljum ná niður umferðarhraðanum." Nefndi hann Hamrahlíð, sem dæmi eða Lækjargötu, Álfheima eða Hverfisgötu og að hugsanlega yrðu skiltin færð til milli gatna. Áætlaður kostnaður við hvert skilti er um 500 þúsund krónur.