NÚ eru í byggingu síðustu raðhúsin í suðurhlíð Digranesháls í Kópavogi. Þar eru að verki KS-verktakar, en eigendur fyrirtækisins eru byggingameistararnir Kristján Snorrason og Þorleifur Sigurðsson. Húsin eru 9 að tölu. Þau eru hönnuð af Herði Harðarsyni arkitekt og standa við Blikahjalla 1-17. Húsin eru á tveimur hæðum með bílskúr og 160-180 ferm. að stærð.
Raðhús í Kópavogi NÚ eru í byggingu síðustu raðhúsin í suðurhlíð Digranesháls í Kópavogi. Þar eru að verki KS-verktakar, en eigendur fyrirtækisins eru byggingameistararnir Kristján Snorrason og Þorleifur Sigurðsson. Húsin eru 9 að tölu. Þau eru hönnuð af Herði Harðarsyni arkitekt og standa við Blikahjalla 1-17. Húsin eru á tveimur hæðum með bílskúr og 160-180 ferm. að stærð. Þau eru fáanleg á mismunandi byggingarstigum. "Það er talsverður kraftur í nýbyggingum nú með vaxandi uppsveiflu í þjóðfélaginu," segir Kristján Snorrason hjá KS. verktökum. "En byggingamarkaðurinn er alltaf aðeins seinni af stað en uppsveiflan og áhrifin koma þar síðar fram. Nú finnst mér, sem nýbyggingarnar séu virkilega að taka við sér." "Þetta svæði hefur verið eftirsótt frá upphafi og ekki að ástæðulausu, enda verður því helzt jafnað við beztu svæðin annars staðar á höfuðborgarsvæðinu," segir Dan Wiium, fasteignasali í Kjöreign, þar sem raðhúsin við Blikahjalla eru til sölu. "Þar sem þetta hverfi var byggt við hliðina á annarri byggð, sem til staðar var áður, var flest þjónusta til staðar frá byrjun," segir Dan. "Þetta svæði hefur líka þá sérstöðu, að það er að kalla fullbyggt. Umhverfið er því mun grónara og fallegra en á þeim nýbyggingasvæðum, sem eru skammt á veg komin." 16