Rauð íslensk helgi í Svíþjóð Framganga íslensku knattspyrnumannanna sem leika í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu einkenndist ekki öðru fremur af snilli í 11.
Rauð íslensk



helgi í Svíþjóð



Framganga íslensku knatt spyrnumannanna sem leika í sænsku úrvalsdeildinni í knatt spyrnu einkenndist ekki öðru fremur af snilli í 11. umferð sem leikin var um helgina, heldur af því að tveimur þeirra, Arnóri Guðjohnsen og Stefáni Þórðarsyni, var vikið af leikvelli í leikjum með liðum sínum.

Í Örebro mættu heimamenn toppliði Elfsborgar og sigruðu 1:0, Gawelin gerði sigurmark Örebro í síðari hálfleik. Fréttnæmast úr leiknum var þó að Arnór Guðjohnsen, sem var nýkominn úr 3 leikja banni, fékk að líta rauða spjaldið á 70. mínútu, er hann fékk sitt annað gula spjald. Arnór hafði fengið spjald í fyrri hálfleik fyrir tæklingu aftan frá en síðara spjaldið kom er hann tók knöttinn með hendi og stoppaði er hann var á leið yfir hann. "Furðuleg aðgerð hjá 36 ára gömlum leikmanni með alla þessa reynslu," sagði fréttamaður sænska útvarpsins sem lýsti leiknum. "Þetta var óheppni en ég hef enga skýringu á atvikinu," sagði Arnór við Expressen eftir leikinn, en hann fær eins leiks bann fyrir vikið. Sigurður Jónsson lék ekki með Örebro, var meiddur í baki og Kristján Jónsson er með sýkingu í hæl og var ekki í leikmannahópi Elfsborgara.

Öster tókst ekki að leggja AIK í markalausum en fjörugum leik í Växjö. Stefán Þórðarson var nokkuð atkvæðamikill og í fyrri hálfelik varði Hedman, markvörður AIK, vel frá honum er hann komst einn innfyrir. Í seinni hálfleik átti síðan Stefán þrumuskot úr aukaspyrnu en knötturinn sleikti samskeytin. Stefán varð að bíta í það súra epli að fá tvær áminningar og því rautt spjald undir lok leiksins.

Örgryte Rúnars Kristinssonar varð að sætta sig við jafntefli gegn botnliði Ljungskile á útivelli. Heimamenn höfðu forystu allt fram á 80. mínútu er Vennberg tryggði Örgryte stigið. Rúnar lék allan leikinn.

Íslensku leikmennirnir hafa verið í fréttunum fyrir rauð og gul spjöld. Arnór hefur forystu í "Skammarkróksdeildinni" með tvö rauð spjöld og Rúnar hefur fengið flest gul spjöld allra, 4 talsins.

Grétar Þór

Eyþórsson

skrifar frá

Svíþjóð