Kristín Höiseth Rustad, sópran og Knut Anders Vstad. píanó. Vekefni eftir Knut Anders Vestad. Missa Brevis og The Meridian under ATLANTIS. Norræna húsið sunnudaginn 15. júní. Sú hugsun sótti að mér í upphafi tónleikanna að norska landhelgisgæslan væri mætt í íslenskri landhelgi.

Frá Hvarfi

til Góðrar-

vonarhöfða

TÓNLIST

Norræna húsinnu

EINSÖNGSTÓNLEIKAR

Kristín Höiseth Rustad, sópran og Knut Anders Vstad. píanó. Vekefni eftir Knut Anders Vestad. Missa Brevis og The Meridian under ATLANTIS. Norræna húsið sunnudaginn 15. júní.

Sú hugsun sótti að mér í upphafi tónleikanna að norska landhelgisgæslan væri mætt í íslenskri landhelgi. Ástæðan: Hópur ungra Norðmanna, svartklæddra í hvítum skyrtum og með gyllta hnappa í jökkum, gekk í salinn og voru þeir nær því einu áheyrendurnir á tónleikunum sem í hönd fóru. Auglýst hafði verið að efnisskrá tónleikanna yrði norsk nútímatónlist, að vísu allt of lítið auglýstir tónleikar, en norsk nútímatónlist hefði þó átt að laða að, þótt ekki væri nema eitt ungt íslenskt nútímatónskáld, en hann eða hún var ekki meðal þeirra fjögurra Íslendinga sem hlýddu á tónleikana. Flytjendurnir og þar með tónskáldið voru bæði ung, hún fædd 1971, hann 1969. Hann töluvert afkastamikið tónskáld, hljómsveitarstjóri og organleikari, hún kemur frá Tromsö, þar sem sumarið er styttra en það íslenska, oftast ekki lengra en tveir mánuðir.

Ný músík? er það músík sem skrifuð er á okkar tímum, getur verið undir hvaða stílbrögðum sem er, eða tilheyrir ný músík ákveðnum tónlistarstefnum sem til urðu og þróuðust á þeirri öld sem nú býr sig undir að safnast í aldanna rás? Margir vilja líta á síðari skilgreininguna sem skýringu á nýrri músík, en þegar menn heyra hjá ungum tónskáldum, tónlist sem þeir skrifa í dag, en gæti verið skrifuð á nær því hvaða tíma sem er, þá fer síðari skilgreiningin að standa völtum fótum, því óneitanlega er verkið nýtt, skrifað kannski á síðustu misserum. Norska tónskáldið Knut Ander Vestad er síður en svo eina tónskáldið sem fer þessa leið í tónsköpun sinni, en hann gengur örlítið lengra, því hann leyfir sér að blanda mörgum stíleinkennum saman í einu og sama verkinu, jafnvel í sama stutta laginu. Fyrir nokkrum árum hefði það ekki þótt góð latína, en tímarnir breytast og í dag virðist allt leyfilegt á þessum vettfangi. Þau tvö verk eftir Vestad, sem flutt voru í kvöld eru bæði tónal. Bæði verkin eru samin fyrir hljómsveit, kór og sópran, en hér í fyrsta sinn með píanói í stað hljómsveitarinnar. Vestad virðist góður píanóleikari. Missa Brevis er víða byggt upp á hamrandi ryþma, sem Vestad undirstrikaði með vinstri fætinum, sem hann hamraði með gólfið og gat ég ekki skilið tilganginn með þessum fótaburði. Ekki vakti verkið sérlegan áhuga undirritaðs, kannski vegna endalausra stílbrota. Áhugaverðara var síðara verkið "The Meridian under Atlantis", þrátt fyrir sömu stíluppbrotin.

Sópransöngkonan, í báðum verkunum, Kristin Höjseth Rustad hefur lagt fyrir sig flutning á nútímamúsik, tólftónamúsík, spuna, leikhústónlist og hefur einnig reynslu af kórstjórn og tónmenntakennslu. Nær því ómanneskjulega var lagt á þessa ungu söngkonu í verkunum þessum tveim, tímunum saman þurfti hún að syngja á efsta sviði söngraddarinnar og hún hélt það út án þess að stífna, það var afrek. Gaman væri áreiðanlega að heyra hana syngja nútímalega músík, því svona lagað þýðir ekki að bjóða öðrum en söngvurum með mjög góðar tónlistargáfur, en Rustad verður að muna að auðvelt er að ofbjóða röddinni og stundum þarf hún ekki langan tíma til að fara og ekki er víst að komi hún aftur.

Ragnar Björnsson