ÉG GET ekki orða bundist eftir að ég hlustaði á Pál Pétursson félagsmálaráðherra í sjónvarpinu fimmtudaginn 12. júní. Enn einu sinni kvartaði hann yfir því að íslenskt verkafólk vildi ekki vinna í fiski. Sannleikurinn er hins vegar sá, sem Páli tekst voðalega erfiðlega að skilja, að íslenskir fiskverkendur vilja ekki íslenskt verkafólk í vinnu.
Vilja fiskverkendur ekki innlent vinnuafl? ÉG GET ekki orða bundist eftir að ég hlustaði á Pál Pétursson félagsmálaráðherra í sjónvarpinu fimmtudaginn 12. júní. Enn einu sinni kvartaði hann yfir því að íslenskt verkafólk vildi ekki vinna í fiski. Sannleikurinn er hins vegar sá, sem Páli tekst voðalega erfiðlega að skilja, að íslenskir fiskverkendur vilja ekki íslenskt verkafólk í vinnu. Þeir gera allt til þess að fæla íslenskt verkafólk frá því að vinna fyrir sig, senda síðan Páli bréf um það að þá vanti erlent verkafólk og Páll gerir ekkert annað en skrifa uppá fyrir þá. Ég bið fólk um að spá í hve oft það sér auglýst eftir fiskverkafólki í blöðunum. Má benda fólki á að það er í mesta lagi þrisvar frá áramótum og öll skiptin eftir vönu fólki. Þannig vill til að ég hef sótt um í öll skiptin. Í fyrsta skiptið var búið að ráða í starfið, þó hringdi ég samdægurs. Í annað skiptið stóðu þeir fast á því að þeir vildu ekkert nema vant fólk og í þriðja skiptið stóð það illa á fyrir fyrirtækinu að ég átti að borga með mér til fyrirtækisins. Húsnæði og fæði var sem sagt dýrara en þau laun sem ég mátti eiga von á að fá.

Hvernig væri að gera þær kröfur til fiskverkenda að þeir auglýsi eftir fólki þegar það vantar og jafnvel að skylda þá til að gera starfið, þó ekki væri nema svolítið aðlaðandi.

Eins og þetta er í dag þá hengja fiskverkendur auglýsingu upp á kontór hjá sér og hringja síðan í Pál Pétursson og heimta erlent vinnuafl.

Ekki veit ég af hverju fiskverkendur vilja ekki innlent vinnuafl, ég bið fólk um að spá í það sjálft, en staðreyndin er samt sú.

Að lokum vil ég biðja Pál Pétursson vinsamlega að hætta að ýja að því að ég sé atvinnulaus vegna þess að ég nenni ekki að vinna.

Guðlaugur Smári Arnarson, Álftamýri 28.

Þakkir til Hvergerðinga INGIBJÖRG Gréta varð fyrir því óhappi að debetkorti hennar var stolið í Hveragerði. Hún vill þakka Hvergerðinum þann hlýhug og aðstoð sem þeir veittu henni eftir óhappið og sagði að svo virtist sem Hvergerðingar væru ein samhent fjölskylda þegar kæmi að því aðstoða náungann.

Tapað/fundið

Gullhringur tapaðist GULLHRINGUR tapaðist 21. maí á leiðinni frá Hafnarstræti til Bergstaðastrætis. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 554­4716.

Dýrahald

Kettlinga vantar heimili ÞRÍR kettlingar, fallegir, þrifnir og kassavanir fást gefins á góð heimili. Uppl. í síma 565­1034.