PÉTUR S. Péturssoná Flugunni, minnsta bíl torfærukeppninnar, stóð sig vel framan af, var í öðru og þriðja sæti í fyrstu þrautunum. Hann þykir snjall við stýrið en vantar öflugri jeppa, þó suð Flugunnar þyki eftirtektarvert. Péturfékk tilþrifaverðlaun fyrir skemmtilega takta í þriðju þraut.
PÉTUR S. Péturssoná STOFNANDI:: GURO \: \: PÉTUR S. Pétursson á Flugunni , minnsta bíl torfærukeppninnar, stóð sig vel framan af, var í öðru og þriðja sæti í fyrstu þrautunum. Hann þykir snjall við stýrið en vantar öflugri jeppa, þó suð Flugunnar þyki eftirtektarvert. Pétur fékk tilþrifaverðlaun fyrir skemmtilega takta í þriðju þraut.

PÁLL Þormar var aldursforseti keppninnar, nærri fimmtugsaldrinum. Sonur hans Þór Þormar telur hann vera að reyna að setja Íslandsmet í veltum. Páll velti á Akureyri og tvsivar í Jósepsdal. Bróðir RAFN Harðarson mætti á nýsmíðuðum jeppa með útliti Dodge Ram jeppa. Ekki náðist þó að ljúka smíði á plast yfirbyggingu jeppans. Rafn ók með frummótin af yfirbyggingu og ef hann hefði velt og skemmt þau, hefði tveggja vikna vinna farið í súginn. Rafn lenti í vandræðum með drifbúnaðinn og varð ellefti, eftir að hafa misst af tveimur þrautum.

SIGURÐUR Axelsson átti möguleika á sigri um tíma. Undir lokin var sjálfskipting jeppa hans farinn að hitna verulega og lyktaði illa. Hann velti í sjöundu þraut og tapaði 200 stigum. Sigurður kveðst alltaf stefna á fyrsta sæti og telur að enn sé nægur tími til að blanda sér í baráttuna um titilinn.

EINAR Þór Gunnlaugsson frá Akureyri lét ekki stærðar kúamykjuhaug á viðgerðarsvæðinu trufla sig. Lagði nánast við hliðina á honum og andi sveitarinnar sveif yfir. Einar kvað lyktina koma sér í sveitagírinn. Það hjálpaði, en dugði bara í fimmta sætið. Enginn vissi þó hvað mykjuhaugurinn dularfulli var að gera í malargryfjunum. Einhver sagði í gamni að fyrrum sveitamaðurinn Haraldur Pétursson hefði komið haugnum fyrir til að trufla einbeitingu Einars.

ÁRNI Pálsson fékk tilþrifaverðlaun í flokki sérútbúinna götujeppa fyrir tilþrif í síðustu þraut. Árni hefur náð öðru sæti í báðum mótum ársins.

GUNNAR Pálmi Pétursson er efstur að stigum til Íslandsmeistara í flokki sérútbúinna götujeppa. Hann er með 35 stig, Árni Pálsson er með 34, Gunnar Guðmundsson 33 og Rafn A. Guðjónsson 23.

HARALDUR Pétursson er efstur í flokki sérútbúinna jeppa með 33, Einar Gunnlaugsson hefur halað inn 31 stig, Gunnar Egilsson 30 og Gísli G. Jónsson 28.

AKUREYRINGAR héldu keppni í götumíla í miðbænum á sunnudaginn. Í 4 strokka flokki vann Ægir Þormar á Toyota Celica GT4 , lagði Arnar Björn Sigurðsson á VW Golf GTi í úrslitum. Í flokki bíla með átta strokka vann Einar Sveinn Sveinsson á Chevrolet Camaro en Birgir Óli Sveinsson á Toyota Celica varð annar.

JÓN Geir Eysteinsson á Barracuda vann í flokki breyttra bíla, en Viðar Þór Viðarsson á Camaro kom honum næstur. Í flokki minni mótorhjóla vann Unnar Már Magnússon á Kwazaki 750 sinn flokk, en Ingólfur Jónsson á Suzuki GSXR flokk stærri hjóla. Besta tíma í götumílunni náði Ingólfur Jónsson, fór brautina á 6,73 sekúndum.