HRÖNN Petersen hagfræðingur bar sigur úr býtum í keppni um ræðumann Evrópu á Evrópuþingi alþjóðlegu JC-hreyfingarinnar. Úrslit voru tilkynnt í lokahófinu sl. laugardag og verður Hrönn fulltrúi Evrópu í ræðukeppni á heimsþingi JC-hreyfingarinnar sem haldið verður í Honolulu á Hawaii í haust.

Hrönn

ræðumaður

Evrópu

HRÖNN Petersen hagfræðingur bar sigur úr býtum í keppni um ræðumann Evrópu á Evrópuþingi alþjóðlegu JC-hreyfingarinnar. Úrslit voru tilkynnt í lokahófinu sl. laugardag og verður Hrönn fulltrúi Evrópu í ræðukeppni á heimsþingi JC-hreyfingarinnar sem haldið verður í Honolulu á Hawaii í haust.

Jón Rafn Valdimarsson, sem einnig er í JC-Nes, vann sömu keppni í fyrra og varð í öðru sæti á heimsþinginu. "Við erum að vonast til þess að komast skrefi lengra núna," segir Hrönn og hlær.

Keppni fór þannig fram að þátttakendur héldu framsöguræðu, sem átti að vera um 5 til 7 mínútur, og var umræðuefnið "friður á nýju árþúsundi". "Við fengum mjög góðan undirbúningstíma," segir Hrönn og bætti við að hefði tekið umræðuefnið þeim tökum að það snerist ekki eingöngu um að uppræta styrjaldir heldur einnig hungur og fátækt.